BÆKUR

Bækurnar úr Little Books seríunni eftir Öldu Sigmundsdóttur eru tilvalin gjöf fyrir ættingja eða vini hérlendis og erlendis, enda fjalla þær á léttan, skemmtilegan og fróðlegan hátt um menningu, sögu og háttsemi okkar Íslendinga.

Á Íslandi eru bækurnar fáanlegar í vandaðri harðspjalda útgáfu, í helstu bókabúðum og safnverslunum landsins.

Bækurnar má einnig kaupa á Amazon, og láta senda beint til viðtakanda erlendis. Í slíku tilviki skal velja “This is a gift” við hlið þeirrar bókar sem á að senda, og halda síðan áfram í innkaupakörfu eins og venjulega. Nánari upplýsingar um þennan kost má nálgast hér.

Lista yfir íslenska söluaðila má nálgast hér neðst á síðunni. Hafið þið einhverjar frekari spurningar, eða viljið þið panta beint af okkur og fá sent heim gegn vægu gjaldi, endilega sendið okkur póst.

The Little Book of Tourists in Iceland

Tips, tricks, and what the Icelanders really think of you

Litla bókin um túristana fjallar um áhrif ferðamannaiðnaðarins á íslenskt samfélag og íslenska náttúru. Einnig er bent á helstu hættur sem ferðamönnum stafar af á Íslandi, þau atriði sem þeim ber að hafa í huga vilji þeir stunda ábyrga ferðamennsku og ferðast í sátt og samlyndi við íbúa landsins, og loks eru ýmsar mýtur um Ísland teknar fyrir. The Little Book of Tourists in Iceland hefur hlotið mikið lof síðan hún kom út sumarið 2017, og hefur verið fjallað um hana í ýmsum miðlum. The Little Book of Tourists er fáanleg í handhægri kilju útgáfu, bæði á Íslandi og á Amazon. [frekari upplýsingar á ensku]

The Little Book of Tourists in Iceland er myndskreytt af Megan Herbert. Athugið að rafbókin er ekki myndskreytt.

The Little Book of Icelandic

A book about one of the oldest and most complex languages in the world, and the heart and soul of the people who use it. Litla bókin um íslenskuna fjallar um sérstöðu og sérkenni íslenskrar tungu, og hið einstaka samband okkar íslendinga við tungumálið okkar. Þetta er ekki bók sem ætluð er að kenna íslensku, heldur mun fremur lýsa hvernig tungumálið endurspeglar sögu og menningu Íslendinga. Stór hluti bókarinnar fjallar því um ýmsa málshætti og orðatiltæki sem notuð eru í daglegu tali og sem veita einstaka innsýn í þjóðarsálina. [frekari upplýsingar á ensku]

The Little Book of Icelandic er myndskreytt af Megan Herbert. Athugið að rafbókin er ekki myndskreytt.

Icelandic Folk Legends

Í þessari bók birtast margar af þekktustu þjóðsögum Íslands í enskri þýðingu. Í inngangi er fjallað um sagnahefð íslendinga og hvernig sögum var miðlað á kvöldvökum í torfbæjunum. Ýmiss annar fróðleikur fylgir með – vissir þú, til að mynda, að til er eitt þjóðsagnaminni á heimsvísu sem talið er vera sér-íslenskt, en það er minnið um góðu stjúpuna? Engar aðrar þjóðir fjalla um góðar stjúpur í sínum þjóðsögum, en í þessari bók má finna eina slíka: sagan af Himinbjörgu. [frekari upplýsingar á ensku]

The Little Book of the Hidden People

Mikið hefur verið ritað og skrafað um álfatrú íslendinga í erlendum miðlum, og gefur fæst af því sanna mynd af því hvernig íslendingar raunverulega hugsa um álfa og huldufólk. Þessi bók var rituð sem andsvar við mýtunni um álfablæti íslendinga. Bókin inniheldur 20 þýddar álfasögur, en á eftir hverri sögu er stutt lýsing á því umhverfi og þeim menningarheimi sem sagan er sprottin úr, og tilgang og þýðingu álfasagna fyrir íslenskan almenning, fyrr og nú.

 

The Little Book of the Hidden People er einnig fáanleg í franskri og þýskri þýðingu.

The Little Book of the Icelanders in the Old Days

Litla bókin um íslendinga í gamla daga inniheldur 50 stutta kafla um lífið í gamla bændasamfélaginu, allt á léttum og skemmtilegum nótum. Bókin er myndskreytt af Megan Herbert. Vinsamlegast athugið að rafbókin er ekki myndskreytt. [frekari upplýsingar á ensku]

The Little Book of the Icelanders in the Old Days er einnig fáanleg í franskri og þýskri þýðingu.

The Little Book of the Icelanders

Litla bókin um Íslendingana hefur selst í tugþúsundum eintaka síðan hún var fyrst gefin út á prenti árið 2012. Þessi “second edition” útgáfa frá 2018 inniheldur 50 stutta og bráðskemmtilega kafla um sérkenni, eiginleika og háttsemi íslendinga, endurskoðaða og uppfærða frá upprunalegu útgáfunni. Allt frá “þetta reddast” og “slá þessu upp í kæruleysi” hugsanahættinum, til aksturseiginleika landans og þess hvernig allt þarf að vera fínt og flott. Og fullt af fleiru fyndnu og áhugaverðu.

Íslenskir söluaðilar
Eymundsson Austurstræti
Eymundsson Skólavörðustíg
Eymundsson Kringlu
Eymundsson Smáralind
Eymundsson Laugavegi 77
Eymundsson Leifsstöð
Eymundsson Akureyri
Eymundsson Húsavík
Mál og menning, Laugavegi
EPAL, Laugavegi
Þjóðminjasafn Íslands, safnbúð
Listasafn Íslands, safnbúð

Strandagaldur (Galdrasýning) Hólmavík
Landnámssýning 891+-
Sögusafnið
Orka náttúrunnar, Hellisheiðavirkjun
Upplýsingamiðstöð suðurlands, Hveragerði
Draumaborgir Mývatni
Skriðuklaustur
Gullabúið Seyðisfirði
Tækniminjasafn austurlands, Seyðisfirði
Vatnajökulsþjóðgarður – Skaftafell
Vatnajökulsþjóðgarður – Snæfellsstofa
Vatnajökulsþjóðgarður – Gljúfrastofa

Gestastofa Kirkjubæjarklaustri
Gamla búð, Höfn á Hornafirði
Kötlusetur – Upplýsingamiðstöðin Vík í Mýrdal
Sunnlenska Bókakaffið Selfossi
Upplýsingamiðstöð Þingvöllum
Kaffihúsið Efstadal
Upplifun bækur og blóm, Hörpu
Byggðasafnið Skógum
Kaffi Sumarlína, Fáskrúðsfirði
Hús handanna, Egilsstöðum
Sæferðir, Stykkishólmi
Bændagistingin Hala, Suðursveit

Subscribe to my newsletter

© Alda Sigmundsdóttir 2024 | All Rights Reserved